Staffordskírissjóðurinn

Nokkrir hlutir sem voru fundnir.

Staffordskírissjóðurinn er stærsti fjársjóður sem fundist hefur með engilsaxnesku gulli. Fjársjóðurinn var uppgötvaður á akrinum í sýslunni Staffordshire í Englandi þann 5. júlí 2009.[1] Fundnir voru yfir 1.500 hluti og talið er að þessir hlutir séu frá 7. eða 8. öld e.Kr., og hafi þess vegna verið búnir til í konungsríkinu Mersía. Núna eru sérfræðingar að tala um hvort hann væri settur niður af heiðingjum eða kristnum mönnum og til hvers fjársjóðurinn hafi verið.

Áhugamaður með málmleitartæki fann fjársjóðinn. Hann skýrði sveitarstjórn frá fjársjóðnum og þá komst hann í eigu krúnunnar. Andvirði fjársjóðsins er um það bil 1 milljón breskra punda; finnanda fjársjóðsins og landeigandanum þar sem hann fannst verður gefið þetta sem fundarlaun.[2] Eftir uppgötvunina hófst uppgröftur á svæðinu þar sem fjársjóðurinn var fundinn. Staðsetning uppgötvunarinnar er leynileg vegna gildis hennar.[2]

Fjársjóðurinn var á minjasafni í Birmingham þangað til 13. október 2009.[3]

Heimildir

Tenglar

  Þessi Englandsgrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.