Sonja Henie

Sonja Henie á vetrarólympíuleikunum 1928 í Sviss.

Sonja Henie (8. apríl 1912 – 12. október 1969) var norskur íþróttamaður í listskautum og kvikmyndastjarna. Hún hóf feril sinn mjög ung og vann 11 ára meistaratitil í listskautahlaupi í Noregi og varð heimsmeistari 13 ára. Hún vann þrisvar sinnum til gullverðlauna á Olympíuleikum, fyrst árið 1928 og síðar árin 1932 og 1936. Sonja varð vinsæl og hálaunuð kvikmyndaleikkona í Hollywood og leik í mörgum vinsælum myndum svo sem Thin Ice (1937), My Lucky Star (1938), Second Fiddle (1939) og Sun Valley Serenade (1941).

Sonja Henie ólst upp í Ósló stutt frá íþróttaleikvangnum Frogner stadion. Foreldrar hennar voru efnaðir og rak faðir hennar kápu- og pelsverslun í Prinsens gate. Faðir hennar var keppnisíþróttamaður og varð árið 1894 heimsmestari í 100 km reiðhjólakeppni og varð árið 1896 í öðru sæti á Evrópumeistaramóti í kapphlaupi á skautum. Sonja og bróðir hennar Leif voru hvött til að iðka íþróttir í bernsku og þegar Sonja var sex ára fór hún með bróður sínum að æfa á skautum. Einn af þjálfurum hennar taldi hana hafa hæfileika til að ná langt og faðir hennar setti í gang umfangsmikla þjálfum og var hún látin hætta námi strax í fjórða bekk til að helga sig skautaþjálfun. Sonja stundaði auk skautaíþróttar tennis, sund og útreiðar. Faðir hennar sá um að hún fengi bestu þjálfara sem völ var á, meðal annars rússnesku ballettdanskonuna Tamara Karsavina.

Sonja Henie lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Iceland frá 1942 og lék þar íslenska stúlku sem á í sambandi við bandarískan hermann.

Ævisaga Sonju Mitt livs eventyr rituð af henni sjáfri kom út á norsku árið 1938. Árið 1985 kom út á norsku ævisaga hennar eftir Alf G. Andersen Som i en drøm - Sonja Henies liv. Árið 1985 kom út æfisaga hennar skrifuð af Raymond Strait og Leif Henie (bróðir Sonju, hann dó árið 1984) Queen of Ice, Queen of Shadows: The Unsuspected Life of Sonja Henie. Árið 1992 kom út heimildarmynd framleidd af NRK sem bar titilinn Sonja Henie - Isens dronning.

Heimildir