Soffía Karlsdóttir með tríói Aage Lorange |
---|
|
Bakhlið |
|
Flytjandi | Soffía Karlsdóttir, Aage Lorange, Þorvaldur Steingrímsson, Paul Bernburg |
---|
Gefin út | 1954 |
---|
Stefna | Dægurlög |
---|
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
---|
Soffía Karlsdóttir með tríói Aage Lorange er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Soffía Karlsdóttir lögin Það er draumur að vera með dáta og Það sést ekki sætari mey með tríói Aage Lorange. Aage leikur á píanóið, Þorvaldur Steingrímsson á fiðlu og Paul Bernburg á trommur. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
- Það er draumur að vera með dáta - Lag - texti: Brink - Bjarni Guðmundsson - Hljóðdæmiⓘ
- Það sést ekki sætari mey - Lag - texti: Rodgers, Hammerstein - Loftur Guðmundsson
Umfjöllun um lagið "Það er draumur að vera með dáta"
Þó að lagið Það er draumur að vera með dáta hafi náð miklum vinsældum sýndist sitt hverjum um innihald ljóðsins,[1][2] en lagið var fyrst sungið í revíunni Hver maður sinn skammt frá 1941.[3][4]
Heimildir
- ↑ Morgunblaðið, lesendabréf, 20. júní 1954, bls. 8.
- ↑ Þjóðviljinn, lesendabréf, 12. maí 1959, bls. 6.
- ↑ Sjá frekari umfjöllun um revíuna í þættinum Gullöld revíunnar. Una Margrét Jónsdóttir. 14. júní 2009. http://podcast.ruv.is/gullold_reviunnar/podcast.xml Geymt 9 júlí 2013 í Wayback Machine
- ↑ Íris Cochran Lárusdóttir. Það er draumur að vera með dáta. Ástandið frá komu Bandaríkjahers 1941 til ársloka 1943. B.A. ritgerð í sagnfræði við H.Í., janúar 2011. Bls. 4.