Skátahreyfingin

Hópur af ungum skátum

Skátahreyfingin er alþjóðleg hreyfing sem var stofnuð af breskum hershöfðingja, Robert Baden-Powell lávarði, árið 1907. Hugsjón hans var að búa til hreyfingu sem stuðlaði að líkamlegum og andlegum þroska ungmenna svo þau gætu tekið þátt í samfélaginu. Margt í skátahreyfingunni á uppruna sinn í Frumskógarbókinni eftir Rudyard Kiplings sem á ensku kom út í tveimur bókum: The Jungle Book og The Second Jungle Book.

Markmið Skátahreyfingarinnar

Meginmarkmið skátahreyfingarinnar er að veita ungu fólki tækifæri til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu með því að stuðla að uppeldi og menntun með lífsgildum sem byggja á skátaheitinu og skátalögunum. Leitast er við að skapa betri heim þar sem hver einstaklingur hefur tilgang og gegnir mikilvægu hlutverki til uppbyggingar samfélagsins.[1]

Skátadagurinn

Skátadagurinn er haldinn hátíðlega um allan heim þann 22. febrúar ár hvert. Dagurinn er haldinn í tilefni þess að þann dag árið 1857 fæddist Lord Baden Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar. Á Íslandi hefur verið sú venja hjá flestum skátafélögum að vígja inn nýja skáta og gera þá fullgilda meðlimi skátahreyfingarinnar.

Bandalag íslenskra skáta

Aðalgrein: Bandalag íslenskra skáta

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) eru landssamtök skáta á Íslandi og regnhlífarsamtök fyrir íslensk skátafélög. BÍS er aðili að heimssamtökum skáta, WOSM og WAGGGS. BÍS rekur Skátamiðstöðina sem staðsett er í Reykjavík og er þjónustumiðstöð fyrir skátafélögin í landinu, auk þess að vera aðalmálsvari skátahreyfingarinnar gagnvart erlendum og innlendum aðilum eins og stjórnvöldum, öðrum félagasamtökum og einstaklingum.

Tenglar

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Stefnumótun skátastarfs á Íslandi til 2020“ (PDF). Bandalag íslenskra skáta. 2015.