Skipaskurður

Panamaskurðurinn

Skipaskurður er skurður sem er gerður milli haf- og vatnasvæða svo skip, bátar og prammar geti siglt þar á milli. Meðal stærstu og mikilvægustu skipaskurða heims eru Panamaskurðurinn milli Kyrrahafs og Karíbahafs, Súesskurðurinn milli Miðjarðarhafs og Rauðahafs, Lawrence-skipaleiðin sem tengir Atlantshafið við Vötnin miklu í Norður-Ameríku, Evrópuskurðurinn sem tengir árnar Main og Dóná í Norður-Evrópu, Kílarskurðurinn á milli Eystrasalts og Norðursjávar, Hvítahafsskurðurinn milli Hvítahafs og Eystrasalts, Manchester-skurðurinn milli borgarinnar Manchester og Írlandshafs, Dónárskurðurinn milli Dónár og Svartahafs og Volga-Don-skurðurinn sem tengir árnar Volgu og Don.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.