Skólameistarafélag Íslands var stofnað árið 1981 og er félagið samráðsvettvangur skólameistara við framhaldsskóla á Íslandi. Fyrsti formaður þess var Ingvar Ásmundsson, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík. Núverandi formaður félagsins er Hjalt Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans. Vorið 2015 var Skólameistarafélagi Íslands breytt þannig að nú eru allir stjórnendur í framhaldsskólunum sem eru í 50% eða hærra hlutfalli við stjórnun meðlimir í félaginu. Nafni félagsins var einnig breytt og heitir nú Skólameistarafélag Íslands - vettvangur framhaldsskólanna og stjórnenda þeirra.
Tenglar