Orðið á jafnt við um þá sem róa einir á litlum bátum og sjómenn sem starfa í áhöfnum stórra skipa. Á stærri skipum gildir ákveðin stöðuskipun þar sem skipstjóri er hæstráðandi og ber ábyrgð á öðrum um borð. Nú til dags er oftast krafist sérmenntunar hjá þeim sem gegna yfirmannsstöðum um borð í stærri skipum.