Siðferði er grundvallarreglur og -gildi sem varða þær athafnir og þá breytni sem hefur áhrif á aðra.
Siðferði getur verið lýst með öðrum orðum: „Siðferði felur í sér þá lágmarkskröfu að menn leitist við að haga breytni sinni í samræmi við skynsemi — það er að segja að gera það sem hin bestu rök styðja að gert sé — um leið og jafnt tillit er tekið til hagsmuna sérhvers einstaklings sem athafnir manns snerta.“[1]
Menningarmannfræði er sú fræðigrein sem rannsakar viðtekið siðferði í hinum ýmsu samfélögum en siðfræði er undirgrein heimspekinnar sem leitar réttlætingar fyrir siðferði yfirleitt og reynir að skýra í hverju siðferðið er fólgið óháð því hvernig það er upplifað í ólíkum samfélögum og menningarheimum.
Tengt efni
Tilvísanir
- ↑ Rachels (1997).
Heimildir
- Batson, D., & Ahmad, D. (2008). Altruism: Myth or Reality? Geymt 17 maí 2008 í Wayback Machine. In-Mind Magazine, 6.
- Rachels, James. 1997. Stefnur og straumar í siðfræði. Jón Á. Kalmansson íslenskaði. (Reykjavík, Háskóli Íslands).
„Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?“. Vísindavefurinn.