Samtök um bíllausan lífsstíl eru íslensk félagasamtök sem vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegum kosti. Stofnfundur samtakanna var 17. september 2008[1], en höfðu áður starfað óformlega um nokkurra mánuða skeið á Facebook[2].
Meðal þess sem samtökin leggja áherslu á er:
að lagðir séu göngustígar og hjólabrautir með sambærilegum metnaði og götur fyrir bíla
að umferðaræðar verði skipulagðar sem breiðstræti ekki síður en hraðbrautir þar sem við á,
að almenningssamgöngur fái sérakreinar á stofnæðum þar sem hætta er á biðraðamyndun og töfum.