Sómalíustraumurinn

Sómalíustraumurinn að vetrarlagi

Sómalíustraumurinn er hafstraumur í Indlandshafi sem streymir meðfram strönd Sómalíu og Óman. Sómalíustraumurinn verður fyrir miklum áhrifum frá árstíðabundnum monsúnvindum og myndar eina stóra uppstreymiskerfið á vesturjaðri úthafs. Uppstreymið skapar eitt af auðugustu fiskimiðum heims.

Frá júní til september flytur heitur monsúnvindur úr suðvestri strandsjóinn í norðurátt og skapar uppstreymi við strönd Sómalíu. Vegna Ekman-flutnings berst þessi sjór frá ströndinni og djúpsjór streymir upp í staðinn. Lengra frá ströndinni blandast nærringarríkur strandsjórinn við annað uppstreymiskerfi sem stafar af áhrifum Findlater-stróksins sem blæs á ská yfir hafið í suðvestur og flytur því sjó í norðvestur. Saman mynda þessi tvö uppstreymiskerfi eitt gríðarstórt uppstreymi. Frá desember til febrúar snýst Sómalíustraumurinn við og streymir í suðvestur.