Robert Downey Jr. (fæddur 4. apríl 1965) er bandarískur leikari og framleiðandi. Hann er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Tony Stark í Iron Man myndunum. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Chaplin. Hann vann Óskarsverðlaun sem besti karlleikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Oppenheimer árið 2024.[1]
Tilvísanir
- ↑ Hólmfríður Gísladóttir (11. mars 2024). „Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni“. Vísir. Sótt 11. mars 2024.