Q – félag hinsegin stúdenta

Q – félag hinsegin stúdenta
Merki samtakanna
Stofnað 19. janúar 1999
Forseti Fannar Þór Einarsson
Varaforseti Rebekka Ýr Ólafsdóttir
Heimilisfang Suðurgata 3, 101 Reykjavík
Netfang [email protected]
Vefsíða www.queer.is

Q – félag hinsegin stúdenta er hagsmunafélag Samtakanna '78. Félagið beitir sér í réttindabaráttu hinsegin (LGBTQIA+) fólks innan sem og utan háskólasamfélagsins, sér um vísindaferðir fyrir nemendafélög háskólanna og heldur viðburði fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 18-30 ára.

Markmið Q–félagsins er að vera sýnilegt hagsmunaafl innan háskólanna, gefa hinsegin stúdentum tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra. Félagið stuðlar að sýnileika hinsegin málefna og einstaklinga innan háskólanna með því að sjá um fræðslu og hvetja til aukinnar kennslu, umræðu og rannsóknum um málefnin.[1]

Saga félagsins

Q – félag hinsegin stúdenta var stofnað 19. janúar árið 1999 undir nafninu Félag samkynhneigðra stúdenta (FSS). Hvati að stofnun félagsins var m.a. leikrit Felix Bergssonar „Hinn fullkomni jafningi“ og aukin þörf fyrir umræðu og hópamyndun á meðal samkynhneigðra stúdenta innan . Að sögn Alfreðs Haukssonar, fyrsta formanni félagsins, hafði hópurinn ekki getað hist nema á skemmtistöðum og því hafi lítill, en sívaxandi, hópur byrjað að hittast kaffihúsi. Markmið FSS var því að vera vettvangur fyrir samkynhneigða stúdenta og annað stuðningsfólk þeirra til að hittast.[2]

Á aðalfundi félagsins árið 2008 var ákveðið að breyta nafni þess úr FSS í Q til þess að ná yfir víðari hóp hinsegin fólks. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar breytingar undirtitils félagsins úr „félag samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans stúdenta“ í „félag hinsegin stúdenta“.[3]

Félagið hefur frá árinu 2021 haldið árlegan listamarkað þar sem hinsegin ungmenni fá tækifæri til að selja list sína og koma henni á framfæri. Listamarkaðurinn hefur farið fram bæði á sumrin og í desember.[4]

Stjórn Q – félags hinsegin stúdenta

Í stjórn Q–félagsins, starfsárið 2024–2025 sitja:[5]

  • Fannar Þór Einarsson, forseti
  • Rebekka Ýr Ólafsdóttir, varaforseti
  • Jökull Máni Óttarsson, gjaldkeri
  • Hrannar Ása Magnúsar, alþjóðafulltrúi
  • Nóam Óli Stefánsson, skemmtanafulltrúi
  • Jóhann Kristian Jóhannsson, vísófulltrúi

Tilvísanir

  1. Vef. „Um félagið“, Q - félag hinsegin stúdenta, https://queer.is/is/um-felagid/ Geymt 11 apríl 2019 í Wayback Machine
  2. „Félag samkynhneigðra stúdenta stofnað“, Morgunblaðið, 20. jan 1999, bls. 10
  3. Brynjar Smári Hermannsson, „Q-ið er hinsegin“, Fréttabréf Samtakanna '78 maí 2008, bls. 5
  4. Haukur Holm (11 júní 2023). „Segir bann við bælingarmeðferð gífurlega mikilvægt - RÚV.is“. RÚV. Sótt 12. mars 2024.
  5. „Stjórn félagsins“. Q - félag hinsegin stúdenta. Sótt 26. mars 2024.