Preguinho

João Coelho Neto, betur þekktur sem Preguinho) (f. 8. febrúar 1905 - d. 1. október 1979) var knattspyrnumaður frá Brasilíu. Hann var fyrirliði og markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins á fyrstu heimsmeistarakeppninni í Úrúgvæ.

Ævi og ferill

Preguinho fæddist í Rio de Janeiro, sonur þekkts rithöfundar, Coelho Neto. Frá 1925 til 1938 lék hann fyrir stórlið Fluminense sem framherji. Hann var valinn í brasilíska landsliðið sem keppti á HM í Úrúgvæ árið 1930 og var hann fyrirliði. Hans fyrstu og einu landsleikir voru á mótinu þar sem hann skoraði í báðum leikjum liðsins, í tapi gegn Júgóslavíu og sigri á Bólivíu. Markið gegn Júgóslavíu var jafnframt fyrista HM-mark Brasilíu í sögunni. Þriðji og síðasti landsleikur Preguinho var vináttukeppni gegn Bandaríkjunum í kjölfar mótsins.

Eftir að atvinnumennska var innleidd í brasilísku knattspyrnunni kaus Preguinho að halda áhugamannahugsjónina í heiðri og þáði aldrei laun fyrir að keppa fyrir hönd Fluminense.

Auk knattspyrnunnar var Preguinho afreksmaður í sundi, körfuknattleik og fleri greinum.

Hann lést árið 1979, 74 ára að aldri, úr langvinnum lungnasjúkdómi.

Heimildir