Petrus Plancius

Petrus Plancius

Petrus Plancius (155215. maí 1622) var flæmskur stjarnfræðingur, kortagerðarmaður og prestur. Hann fæddist í Dranouter, sem er nú í Heuvelland í Vestur-Flæmingjalandi og var skírður Pieter Platevoet. Hann lærði guðfræði í Þýskalandi og Englandi. Á tuttugasta og fjórða ári varð hann prestur í Hollensku siðbótarkirkjunni.

Vegna ótta við trúarofsóknir af hálfu Rannsóknarréttarins flúði hann til Amsterdam þegar Spánverjar náðu að leggja Brussel undir sig árið 1585. Þar fékk hann áhuga á siglingafræði og kortagerð. Hann var svo heppinn að hafa aðgang að nýkeyptum sjókortum frá Portúgal og varð í kjölfar þess sérfræðingur í flutningaleiðum til Indlands. Hann trúði heils hugar á tilveru Norðausturleiðar norðan við Rússland þangað til þriðja sjóferð Willem Barents misheppnaðist árið 1597 og virtist gera út um vonir um slíka leið.

  Þetta æviágrip sem tengist stjörnufræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.