Vegna ótta við trúarofsóknir af hálfu Rannsóknarréttarins flúði hann til Amsterdam þegar Spánverjar náðu að leggja Brussel undir sig árið 1585. Þar fékk hann áhuga á siglingafræði og kortagerð. Hann var svo heppinn að hafa aðgang að nýkeyptum sjókortum frá Portúgal og varð í kjölfar þess sérfræðingur í flutningaleiðum til Indlands. Hann trúði heils hugar á tilveru Norðausturleiðar norðan við Rússland þangað til þriðja sjóferð Willem Barents misheppnaðist árið 1597 og virtist gera út um vonir um slíka leið.