Peder Severin Krøyer 23. júlí 1851 – 21. nóvember 1909 var danskur listmálari og myndhöggvari. Hann er þekktur sem forsprakki málara sem kenndir eru við Skagen en þangað fór hann á hverju sumri. Þessi hópur er þekktur sem Skagamálararnir.