Paradís var Íslensk hljómsveit sem stofnuð var á rústum hljómsveitarinnar Pelican árið 1975. Af þeim Pétri W. Kristjánssyni, Björgvini Gíslasyni, Ásgeiri Óskarssyni, Gunnari Hermannssyni, Nikulási Róbertssyni og Pétri Hjaltested. Þessi hljómsveit varð strax geysivinsæl meðal táninga. Þegar stóra plata Paradísar kom út 1976 skrifaði blaðamaður Dagblaðsins, Ásgeir Tómasson, þetta um plötuna.
|
Hljómsveitin Paradís hefur náð slíkum vinsældum hjá íslenskum táningum, að annað eins hefur ekki gerst síðustu árin, síðan Hljómar og síðar Ævintýri voru og hétu, Það er því svo sannarlega mikill fengur fyrir þessa táninga að fá þessa fyrstu LP plötu hljómsveitarinnar í hendur. Hljómsveitin hefur líka valið lög á plötuna fyrir þann markað, sem hún hefur notið hvað mestra vinsælda á.
|
|
|
|
Tilvísanir
- ↑ plötudómur í Dagblaðinu 1. október 1976. bls,14.