Páfuglar voru taldar þrjár ættkvíslir fugla af fashanaætt. Tvær þeirra eru frá Asíu; páfugl (Pavo cristatus) á Indlandi og grænpáfuglinn (P. muticus) í Indókína. Önnur tegund er kongó-páfuglinn (Afropavo congensis), sem er frá mið-Afríku.
Stélfjaðrir karlfuglanna eru einkar skrautlegar og skýrt dæmi kynjað val (e. sexual selection). Charles Darwin var með þeim fyrstu til að halda því fram að stélið væri til þess fallið að laða að kvenfugla. Kvenfuglinn er hins vegar með daufa liti. Villtir páfuglar eru alætur.
Páfugl er þjóðarfugl Indlands. Hann hefur verið fluttur til Evrópu og Bandaríkjanna í garða til skrauts.