Orrustan við Carrhae var mikilvæg orrusta sem var háð árið 53 f.Kr. skammt frá bænum Carrhae (í dag í Tyrklandi). Í orrustunni áttust við Rómverjar undir stjórn Crassusar og Parþar undir stjórn Surena. Parþar höfðu yfirburða sigur í orrustunni.