Nikulás frá Lynne (enska: Nicholas of Lynn, latína: Nicolas de Linna) var enskur stjörnufræðingur á 14. öld. Sumir telja að hann hafi skrifað bókina Inventio Fortunata sem er lýsinga á ferðalagi til Grænlands og Norðurpólsins. Aðrir telja hann alls ekki höfund bókarinnar, heldur Hugh nokkurn sem kenndi sig við Írland.