Neva er á í Norðvestur-Rússlandi. Hún er stutt, aðeins 74 kílómetrar að lengd. Hún er samt mikilvæg fyrir skipasamgöngur í Rússlandi, því hún rennur úr Ladogavatni og tæmist í Finnska flóa, sem gengur inn úr Eystrasalti. Skipaskurðir tengja hana við Volgu og Hvítahafið. Við árósana er Sankti Pétursborg.
Tengill