Neco

Neco
Upplýsingar
Fullt nafn Manoel Nunes
Fæðingardagur 7. mars 1895(1895-03-07)
Fæðingarstaður    São Paulo, Brasilíu
Dánardagur    31. maí 1977 (82 ára)
Dánarstaður    São Paulo, Brasilíu
Leikstaða Sóknarmiðjumaður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1913-30 Corinthians 313 (239)
Landsliðsferill
1917-1922 Brasilía 15 (8)
Þjálfaraferill
1920
1927
1937-38
Corinthians
Corinthians
Corinthians

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Manoel Nunes eða Neco (7. mars 189531. maí 1977) var brasilískur knattspyrnumaður á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar. Hann varð goðsögn hjá félagsliði sínu Corinthians og var í veigamiklu hlutverki þegar brasilíska landsliðið vann tvo fyrstu Suður-Ameríkumeistaratitla sína.

Ævi og ferill

Neco var lærður trésmiður og starfaði sem slíkur á tíma þar sem atvinnumennska hafði ekki verið innleidd í brasilískri knattspyrnu. Hann hóf að leika með unglingaliði Corinthians í São Paulo og var rétt um sextán ára gamall þegar hann vann sér sæti í aðallinu, sem var að stíga sín fyrstu spor um það leyti. Þar átti hann eftir að vera í sautján ár, lengur en nokkur annar. Til marks um vinsældir hans var hann sá fyrsti til að fá reista af sér styttu fyrir utan heimavöll félagsins árið 1929, á meðan Neco var enn leikmaður þess. Hann varð sjö sinnum São Paulo-meistari með Corinthians.

Hann var margoft valinn í brasilíska landsliðið og var lykilmaður í sigurliðinu í Suður-Ameríkukeppninni 1919 sem fram fór í Brasilíu. Þar þurfti Brasilía á jafntefli að halda gegn Úrúgvæ í lokaviðureign til að knýja fram lokaleik. Það tókst, 2:2, þar sem Neco skoraði bæði mörkin. Í úrslitaleiknum skoraði Arthur Friedenreich eina markið í sigri Brasilíu en hann varð markakóngur keppninnar ásamt Neco með fjögur mörk. Þrátt fyrir að hafa verið hetja landsliðsins var Neco sagt upp störfum af byggingarmeistara sínum fyrir að hafa skrópað í vinnuna meðan á mótinu stóð.

Brasilíumenn urðu aftur meistarar á heimavelli í keppninni Suður-Ameríkukeppninni 1922. Henni lauk með úrslitaleik gegn Paragvæ þar sem Neco skoraði fyrsta markið í 3:0 sigri.

Neco var alla tíð skapheitur leikmaður og hlaut til að mynda 18 leikja bann fyrir að ganga í skrokk á dómara í leik. Til að drepa tímann í leikbanninu tók hann við þjálfun liðsins og var það í annað af þremur skiptum sem hann gegndi því starfi hjá Corinthians.

Heimildir

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Neco“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. desember 2023.