Mjóifjörður (Austfjörðum)

Séð inn Mjóafjörð frá Mjóafjarðarheiði.
Mjóafjarðarhreppur (til 2005)
Mjóafjarðarkirkja

Mjóifjörður er fjörður á Austfjörðum á Austurlandi. Við fjörðinn er þorpið Brekkuþorp sem almennt er kallað Mjóifjörður.

Mjóafjarðarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag til 9. júní 2006, en sameinaðist þá Fjarðabyggð, ásamt Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppi, að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2006. Fyrir sameiningu var hreppurinn fámennasta sveitarfélag á Íslandi með 42 íbúa 1. desember 2005.

Hvalveiðar á Mjóafirði

Mjóifjörður var um skeið miðstöð hvalveiða við Ísland. Norskir hvalveiðimenn sem áður höfðu verið á Vestfjörðum en hurfu þaðan þegar hvalur var þar uppurinn og fluttu sig til Mjóafjarðar. Hans Ellefsen flutti sig frá Önundarfirði 1901 og Lauritz Berg kom 1903 en hann hafði áður verið á Framnesi við Dýrafjörð. Ellefsen setti upp hvalveiðistöð á Asknesi sunnan megin fjarðarins og Berg setti upp sína stöð í botni fjarðarins. Hvalveiðarnar stóðu yfir í tólf ár. Í hvalveiðistöð Ellefsen voru mikil umsvif, 20 hús voru byggð auk skipabryggju og skipabrautar. Hvalveiðibátar þar voru flestir níu og alltaf tvö flutningaskip. Árið 1903 komu á land á Asksnesi 486 hvalir og var það aflamesta sumarið en talið er að alls hafi 3200 hvalir verið veiddir í Aksneshvalveiðistöðinni og rúmlega 2000 hvalir í hvalveiðistöð Bergs. Þannig hafa um 5200 hvalir veiðst meðan hvalveiðistöðvarnar voru í Mjóafirði.[1]

Tilvísanir

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.