Marteinn Meulenberg (upphaflega Martin Meulenberg) (30. október 1872 – 3. ágúst 1941) var fyrsti kaþólski biskup Íslands eftir siðaskiptin.
Marteinn fæddist í Hillensberg í Þýskalandi. Faðir hans var þýskur en móðirin hollensk. Séra Meulenberg tilheyri Montfortreglunni sem er kaþólsk prestaregla og nefnist Societas Mariae Montfortana (skammstöfun: SMM) á latínu. Hann kom til Íslands árið 1903 og hafði þá verið tvö ár sóknarprestur í Danmörku.
Þegar Ísland varð fullvalda ríki, árið 1918, sótti séra Meulenberg fyrstur útlendra manna um ríkisborgararétt á Íslandi. Í samband við fullveldið stofnaði Páfastóll sjálfstæða trúboðskirkju fyrir Ísland og varð Marteinn Meulenberg yfirmaður hennar. Árið 1929 var trúboðskirkjan gerð að postullegu umdæmi og séra Meulenberg stjórnandi. Hann var vígður biskup í nýju kaþólsku dómkirkjunni, Landakotskirkju í Reykjavík, í júlí sama ár. Það gerði yfirmaður trúboðsdeildarinnar í Róm, „De Propaganda Fide“, kardínálinn William van Rossum, og varð Marteinn þar með fyrsti biskupinn í hinni endurreistu kaþólsku kirkju á Íslandi. Meulenberg dó árið 1941.
Heimild
- Gunnar Guðmundsson: Martin Meulenberg: Ein isländischer Bischof aus Hillensberg, í: Heimatkalender des Kreises Heinsberg, útgáfuár 1999.
Fyrirrennari: '
|
Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi | (1929 – 1941) |
|
Eftirmaður: Jóhannes Gunnarsson
|