Marilyn Manson

Marilyn Manson (2006)
Manson á sviði (2010).

Brian Hugh Warner betur þekktur sem Marilyn Manson (fæddur 5. janúar 1969) er bandarískur tónlistarmaður sem stofnaði hljómsveit undir samnefndu listamannsnafni. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum og málað listaverk.

Manson vakti fyrst áhuga Trent Reznors árið 1994 og tók Reznor upp fyrstu tvær breiðskífur (og fyrstu stuttskífu) plötu hljómsveitarinnar ásamt því að hljómsveitin fór á tónleikaferðalag með Nine Inch Nails, bandi Reznors.

Manson þykir umdeild persóna vegna sviðsframkomu sinnar og telja sumir hann hafa neikvæð áhrif á ungmenni. Þá hafa konur sakað hann um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.

Breiðskífur

  • Portrait of an American Family (1994)
  • Antichrist Superstar (1996)
  • Mechanical Animals (1998)
  • Holy Wood (2000)
  • The Golden Age of Grotesque (2003)
  • Eat Me, Drink Me (2007)
  • The High End of Low (2009)
  • Born Villain (2012)
  • The Pale Emperor (2015)
  • Heaven Upside Down (2017)
  • We are Chaos (2020)
  • One Assassination Under God - Chapter 1 (2024)

Stuttskífur

  • Smells Like Children (1995)
  • Remix & Repent (1997)
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.