Brian Hugh Warner betur þekktur sem Marilyn Manson (fæddur 5. janúar1969) er bandarískur tónlistarmaður sem stofnaði hljómsveit undir samnefndu listamannsnafni. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum og málað listaverk.
Manson vakti fyrst áhuga Trent Reznors árið 1994 og tók Reznor upp fyrstu tvær breiðskífur (og fyrstu stuttskífu) plötu hljómsveitarinnar ásamt því að hljómsveitin fór á tónleikaferðalag með Nine Inch Nails, bandi Reznors.
Manson þykir umdeild persóna vegna sviðsframkomu sinnar og telja sumir hann hafa neikvæð áhrif á ungmenni.
Þá hafa konur sakað hann um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.