Mari Järsk

Mari Järsk
Fæðing28. nóvember 1987 (1987-11-28) (37 ára)
ÞjóðerniEistnesk / Íslensk
Önnur nöfnMari Jaersk
Ár 2019–
Þekkt fyrirLanghlaup

Mari Järsk[a] (fædd 28. nóvember 1987) er eistnesk-íslensk hlaupakona. Hún er þekkt fyrir þátttöku sína í Bakgarðshlaupunum en hún hefur tvívegis borið sigur úr býtum í Bakgarður 101[1] og einu sinni í Bakgarðskeppninni í Heiðmörk.[2]

Mari er fædd og uppalin í Eistlandi en fluttist til Íslands um 17 ára gömul.[3][4] Hún byrjaði að hlaupa árið 2019 og varð fljót ein af fremstu ofurhlaupurum landsins.[5] Árið 2021 sigraði hún í bakgarðshlaupinu í Heiðmörk og ári seinna sigraði hún í Bakgarður 101 sem fram fór í Öskjuhlíðinni.[6] Árið 2024 sigraði hún aftur í Bakgarður 101.[7]

Ytri tenglar

Heimildir

  1. Lovísa Arnardóttir (5. júní 2024). „Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum“. Vísir.is. Sótt 11. maí 2024.
  2. Benedikt Bóas Hinriksson (22. september 2021). „Hljóp brosandi í sólahring“. Fréttablaðið. Sótt 23. september 2024 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  3. Sylvía Rut Sigfúsdóttir (8. desember 2021). „„Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið". Vísir.is. Sótt 23. september 2024.
  4. Agnar Már Másson (7. maí 2024). „Mögnuð upplifun sem mun aldrei gleymast“. Morgunblaðið. Sótt 23. september 2024.
  5. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir (5. júní 2021). „Vantaði áskorun eftir íbúðarkaupin“. Morgunblaðið. Sótt 24. september 2024.
  6. Freyr Bjarnason (3. maí 2022). „Langaði að grenja en drullaði sér aftur af stað“. Morgunblaðið. Sótt 24. september 2024.
  7. Brynjólfur Þór Guðmundsson (6. maí 2024). „Mari Järsk sigraði í Bakgarðshlaupinu“. RÚV. Sótt 24. september 2024.

Punktar

  1. Nafn hennar er einnig skrifað Mari Jaersk.