Mari Järsk |
---|
Fæðing | 28. nóvember 1987 (1987-11-28) (37 ára)
|
---|
Þjóðerni | Eistnesk / Íslensk |
---|
Önnur nöfn | Mari Jaersk |
---|
Ár | 2019– |
---|
Þekkt fyrir | Langhlaup |
---|
Mari Järsk[a] (fædd 28. nóvember 1987) er eistnesk-íslensk hlaupakona. Hún er þekkt fyrir þátttöku sína í Bakgarðshlaupunum en hún hefur tvívegis borið sigur úr býtum í Bakgarður 101[1] og einu sinni í Bakgarðskeppninni í Heiðmörk.[2]
Mari er fædd og uppalin í Eistlandi en fluttist til Íslands um 17 ára gömul.[3][4] Hún byrjaði að hlaupa árið 2019 og varð fljót ein af fremstu ofurhlaupurum landsins.[5] Árið 2021 sigraði hún í bakgarðshlaupinu í Heiðmörk og ári seinna sigraði hún í Bakgarður 101 sem fram fór í Öskjuhlíðinni.[6] Árið 2024 sigraði hún aftur í Bakgarður 101.[7]
Ytri tenglar
Heimildir
Punktar
- ↑ Nafn hennar er einnig skrifað Mari Jaersk.