Mannasiðir Gillz er íslensk gamanþáttaröð sem var sýnd á Stöð 2 í febrúar 2011.
Þátturinn byggist upp á leiknum dæmum, nokkurs konar sketsum, þar sem sýnt er hvernig karlmenn eiga að hegða sér og jafnvel enn meira púðri eytt í að sýna hvernig karlmenn eiga ekki að hegða sér. Þættirnir voru fimm talsins og skörtuðu fjölda þekktra leikara.
Þættirnir voru teknir upp í desember 2010. Höfundur handrits var Egill Einarsson sem skrifaði samnefnda bók árið 2009, Kristófer Dignus sá um að útfæra þættina í sjónvarpsform. Leikstjóri var Hannes Þór Halldórsson.
Leikarar
Með aðalhlutverk fóru Halldór Gylfason, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Úlfar Linnet, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Víkingur Kristjánsson, Jóhann G. Jóhannsson og Steindi Jr. Meðal annara þekktra leikara sem komu fram eru Egill Ólafsson, Edda Björgvinsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Jörundur Ragnarsson, Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson, auk fjölda þjóðþekktra einstaklinga.