Lough Neagh ([lɔk ne], írska: Loch nEathach [lɔx ˈɲahax]) er stærsta stöðuvatn á Írlandi og jafnframt það stærsta á Bretlandseyjum, en það er um 388 km² að flatarmáli. Vatnið er um 30 km að lengd og um 15 km að breidd, og er staðsett í Norður-Írlandi, um 30 km vestur af Belfast. Vatnið er víða mjög grunnt, en það er að meðaltali 9 metrar að dýpt. Á dýpsta punkti er það um 25 metrar að dýpt. Sökum þess hve opið það er úr öllum vindáttum, og vegna þess hve grunnt það er, þá verður oft mjög stormasamt á vatninu.
Írskar þjóðsögur segja frá því hvernig Lough Neagh var myndað af Fionn Mac Cumhaill þegar hann mokaði upp hluta af Írlandi í lófanum sínum og varpaði því í andstæðing sinn í Skotlandi.