Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (4. þáttaröð)

Fjórða þáttaröðin af CSI: Crime Scene Investigation var frumsýnd 25. september 2003 og sýndir voru 23 þættir.

Aðalleikarar

Listi yfir þætti

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. #
Assume Nothing (1) Danny Cannon og Anthony E. Zuiker Richard J. Lewis 25.09.2003 1 - 70
Þegar par finnst myrt eftir að hafa hitt annað par á bar, Grissom og lið hans gruna par sem raðmorðingja.Nick setur málið í hættu þegar hann gefur gömlum félaga upplýsingar sem seinna meir enda í fréttunum. Fyrsti þáttur af tveimur.
All for Our Country (2) Richard Catalani, Andrew Lipsitz og Carol Mendelsohn Richard J. Lewis 02.10.2003 2 - 71
Þegar parið sem sakað er um að vera raðmorðingjarnir finnast látnir þá grunar, Grissom, Nick og Warrick að um innherjarstarf sé um að ræða. Á meðan þá rannsaka Catherine og Sara dauða fótbolta aðdáenda sem finnst fljótandi í baðkari sínu.
Homebodies Sarah Goldfinger og Naren Shankar Kenneth Fink 09.10.2003 3 - 72
Grissom og Warrick rannsaka múmíu af eldri konu sem finnst lokuð inn í skáp. Málið virðist tengjast svo máli Söru og Nicks: innbrot og nauðgun á unglingsstúlku. Á meðan þá reynir Catherine að tengja skotvopn sem finnst í bakgarði við morð sem átti sér stað í hinum enda bæjarins.
Feeling the Heat Eli Talbert og Anthony E. Zuiker Kenneth Fink 23.10.2003 4 - 73
Á meðan hitabylgju stendur yfir í borginni, Grissom og Catherine rannsaka dauða ungabarns sem finnst í lokuðum bíl. Nick og Sara rannsaka dauða konu sem finnst fljótandi í stöðuvatni með höfuðáverka. Warrick rannsaka mann sem lést eftir að hafa fengið hugsanlegt hitaslag (heat stroke).
Fur and Loathing Jerry Stahl Richard J. Lewis 30.10.2003 5 - 74
Eftir að kona deyr eftir árekstur við trukk, Catherine og Grissom uppgvötva lík af manni sem er klæddur upp eins og stór þvottabjörn hinum megin við veginn. Komast þau að því að maðurinn hafði verið á ráðstefnu fyrir fólk sem klæðir sig upp í dýrabúninga sem gæti tengst morðinu á manninum. Á meðan þá rannsaka Nick og Sara morð á starfsmanni matvöruverslunar sem finnst í frystinum eftir að hafa verið skotinn til bana.
Jackpot Carol Mendelsohn og Naren Shankar Danny Cannon 06.11.2003 6 - 75
Þegar Dr. Robbins fær sent afskorið höfuð fundið af hundi, Grissom fer til bæjarins Jackpot í Nevada til þess að finna restinga af líkinu. Þegar hann kemur í bæinn þá kemst hann að því að hann fær litla sem enga hjálp frá bæjarbúum. Jafnvel sjálfur fógetinn virðist vera að fela eitthvað. Á meðan þá fær Catherine óvænta gjöf frá föður sínum.
Invisible Evidence Josh Berman Danny Cannon 13.11.2003 7 - 76
Í undirbúnings réttarhaldi á morði og nauðgun á 19 ára gamalli konu, þá er aðalsönnungagnið, blóðugur knífur hent út úr réttarhaldinu þar sem hann fannst í bíl sakbornings án heimildar. Með aðeins 24 tíma áður en sakborningur er settur laus þá verður CSI liðið að nota allan sinn styrk til þess að finna ný sönnunargögn áður en honum er sleppt.
After the Show Elizabeth Devine og Andrew Lipsitz Kenneth Fink 20.11.2003 8 - 77
Helsta athygli fréttamiðla í Las Vegas er týnt módel sem langaði að verða sýningarstúlka. Þegar einkennilegt símtal til neyðarlínunnar kemur inn, Catherine er viss um að hún sé búin að finna rétta manninn og tekur yfir málinu af Söru og Nick, sem bæði vonuðust eftir að nota málið til þess að fá stöðuhækkun.
Grissom Versus the Volcano Josh Berman og Carol Mendelsohn og Anthony E. Zuiker Richard J. Lewis 11.12.2003 9 - 78
Þegar nýji fógetinn verður vitni að sprengingu sem drepur fluglögreglumann, setur hann mikla pressu á Grissom til þess að finna morðingjan. Leifar af sprengjunni leiðir Grissom, Catherine og Nick að vísindakeppni í menntaskóla. Á meðan þá rannsaka Warrick og Sara dauða eiginkonu vinsæls söngvara.
Coming of Rage Richard Catalani og Sarah Goldfinger Nelson McCormick 18.12.2003 10 - 79
Grissom, Sara og Warrick rannsaka lát 15 ára drengs sem finnst barinn til dauða með hamri á byggingarsvæði. Á meðan þá rannsaka Nick og Catherine lát konu sem lést af skotsári fyrir fram húsið sitt á meðan eiginmaður hennar og fyrrverandi maður hennar rífast um hana.
Eleven Angry Jurors Josh Berman og Andrew Lipsitz Matt Earl Beesley 08.01.2004 11 - 80
Þegar eini kviðdómari sem segir saklaus í réttarmáli finnst látinn í kviðdómsherberginu,verður liðið að finna hvort sakborningurinn er meðal hinna kviðdómenda. Á meðan þá enduropnar Nick fjögra ára gamalt mál þegar systir týndrar konu kemur fram með ný sönnungargögn.
Butterflied David Rambo Richard J. Lewis 15.01.2004 12 - 81
Hjúkrunarkona finnst látin á heimili sínu, finnst hún nakin þar sem höfuð hennar er stillt upp þannig að hún horfðir á dyrnar inn á baðinu. Samkvæmt vinum hennar þá ætlaði hún að fara að borða með kærasta sínum, Dr. Michael Clark, sem vinnur á sama spítalal. Þegar verið er að vinna glæpavettvanginn þá finnst fá sönnunargögn þar sem morðinginn hefur hreinsað vel eftir sig. Dr. Clark, sem talinn er vera sakborningur í málinu, finnst síðan látinn í nokkrum hlutum í ruslatunnum bakvið húsið. Skurðurinn á líkinu bendir til læknisnáms. Á meðan þá ýtir málið Grissom út í hugsanir um vinnulíf hans og hvað hann er að missa úr í lífi sínu.
Suckers Josh Berman og Danny Cannon Danny Cannon 05.02.2004 13 - 82
Grissom, Sara og Nick rannsaka furðulegt mál þegar 17.aldar Japanskt samúræja sverð er stolið af sýningu í spilavíti. Á meðan þá rannsaka Catherine og Warrick mál ungrar konu sem finnst látin og blóð hennar hefur verið tekið úr líkama hennar. Skyggnast þau því inn í heim ‘vampíra‘.
Paper or Plastic Naren Shankar Kenneth Fink 12.02.2004 14 - 83
Allt CSI liðið rannsakar bankarán í matvöruverlsun sem endar í skotárás og fimm missa lífið og einn af þeim er lögreglumaður. Sönnunargögn leiða Grissom til efasemda um sögu hins lögrelgumannsins á staðnum.
Early Rollout Elizabeth Devine, Carol Mendelsohn og Anthony E. Zuiker Duane Clark 19.02.2004 15 - 84
Allt CSI liðið rannsakar aftökumorð á eiginmanni og konu hans sem var fyrrverandi klámstjarna í lokuðu hverfi. Catherine byrjar náið samband við einn sakborningana, jafnvel eftir að Grissom spyr hana um trúverðurleika hennar eftir að hún segir honum um peningagjöf Sam Brauns.
Getting Off Jerry Stahl Kenneth Fink 26.02.2004 16 - 85
Grissom, Warrick og Nick rannsaka lát manns sem vann í athvarfi og var stunginn til bana í vondu hverfi. Á meðan þá rannsaka Catherine og Sara dauða trúðs sem var drepinn og hent á svæði mikið notað af kynskiptingum.
XX Ethlie Ann Vare Deran Sarafian 11.03.2004 17 - 86
Catherine, Sara og Nick rannsaka lík af kvennfanga sem finnst bundin við undirvagn rútu. Í fyrstu virðist þetta vera flótti sem virðist hafa farið illa en síðan breytist það í morð þegar konan var dáin áður en hún var sett undir rútuna. Á meðan þá rannsaka Grissom og Warrick lát manns sem var stunginn í íbúð sinni.
Bad to the Bone Eli Talbert David Grossman 01.04.2004 18 - 87
CSI liðið rannsakar mál þegar maður ber annan mann til dauða í bílastæðishúsi í spilavíti. Komast þau fljótlega að því að hinn stuttskaplyndi sökudólgur sé sekur um annað morð.
Bad Words“ Sarah Goldfinger Rob Bailey 15.04.2004 19 - 88
Þegar unglingsstúlka deyr í húsbruna, Catherine, Nick og Warrick telja að um raðbrennuvarg sé að ræða. Meðal sakborninga er vitskert amma stúlkunnar, kvenn íkveikjari og heilt hafnarboltalið. Á meðan þá rannsaka Grissom og Sara dauða sigurvegara í orðaleik, sem finnst látinn á klósettinu með fullan munn og maga af stöfum.
Dead Ringer Elizabeth Devine Kenneth Fink 29.04.2004 20 - 89
CSI liðið verður að hætta við keppni í 120 mílna, 24 stunda maraþoni, þegar Grissom finnur látinn keppenda nálægt hlaupaleiðinni. Á meðan þá rannsaka Warrick og Sara hugsanlegt morð-sjálfsmorð þegar karl og kvenn lögreglumaður finnast látin á hótelherbergi.
Turn of the Screws Josh Berman, Richard Catalani og Carol Mendelsohn Deran Sarafian 06.05.2004 21 - 90
Grissom, Sara og Nick rannsaka slys í rússíbana í skemmtigarði þar sem sex manns látast. Síðan kemur í ljós að aðeins fimm manns létust í slysinu, þá telja þau að um skemmdaverk hafi verið um að ræða. Catherine og Warrick rannsaka morð á 13 ára stúlku.
No More Bets sjá lýsingu þáttar Richard J. Lewis 13.05.2004 22 - 91
CSI liðið rannsakar tvo unga spilafíkla sem finnast látnir eftir að hafa svindlað í nokkrum af spilavítum. Grissom er neyddur til þess að taka Catherine af málinu, enda faðir hennar sakborningur í morðinu. Höfundar þáttarins eru: Dustin Lee Abraham, Andrew Lipsitz, Judith McCreary, Carol Mendelsohn og Naren Shankar.
Bloodlines Sarah Goldfinger, Carol Mendelsohn, Naren Shankar og Eli Talbert Kenneth Fink 20.05.2004 23 - 92
CSI liðið rannsakar starfsmann spilavítis sem er barin og nauðguð á leiðinni heim úr vinnunni. Fórnarlambið nær að nefna árásarmann sinn, en DNA sönnungargögn segja að hann sé saklaus. Seinna meir þá þarf Grissom að hjálpa samstarfsmanni sem lendir hinum megin við lögin.

Heimildir


Tenglar

http://www.cbs.com/primetime/csi/