Leitir.is er íslensk leitargátt sem leitar í nokkrum íslenskum gagnasöfnum samhliða. Stærsta gagnasafnið er samskrá íslenskra bókasafna sem var áður sérstakt gagnasafn, Gegnir. Auk Gegnis leitar Leitir.is að greinum og bókum í rafrænum áskriftum íslenskra háskóla og í landsaðgangi. Önnur gagnasöfn sem eru tengd við Leitir.is eru Skemman, Hirslan, Sarpur og ljósmyndasöfn Akraness og Reykjavíkur.
Leitir.is byggir á hugbúnaðinum Primo frá ísraelska fyrirtækinu Ex Libris Group. Rekstur kerfisins er í höndum Landskerfis bókasafna. Vefurinn var opnaður árið 2011.
Saga
Gegnir var sameiginlegt skráningarkerfi Landsbókasafns og háskólabókasafna á Íslandi og fyrsta tölvutæka samskrá safnanna. Hann var opnaður árið 1992. Borgarbókasafn skráði sínar bækur fyrst í gagnagrunn sem nefndist Fengur. Gegnir var fluttur í nýtt bókasafnskerfi, Aleph, frá fyrirtækinu Ex Libris árið 2001 um leið og skráningarkerfin tvö, Gegnir og Fengur, voru sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Almenningur gat þá leitað í Gegni eftir efni á söfnunum um allt Ísland á vefsíðunni gegnir.is.
Tenglar
|
---|
Gagnasöfn | |
---|
Stafrænar endurgerðir | |
---|