Lausasnjóflóð

Lausasnjóflóð er ásamt flekaflóði önnur tveggja gerða snjóflóða. Lausasnjóflóð á sér stað þegar lausasnjór rennur af stað í halla undan egin þyngd og fer að vinda upp á sig. Ólíkt flekaflóði byrja lausasnjóflóð á einum ákveðnum punkti, þau breikka þaðan og fallbraut flóðsins verður dropalaga. Lausaflóð sem nær nægum skriðþunga kann jafnvel að renna niður á jafnsléttu.

Heimild