Skriðþungi[1][2] eða hreyfimagn[2] er mælikvarði á tregðu hlutar á hreyfingu við breytingar á hraða, þ.e. ferð og stefnu. Oft táknaður með p. SI-mælieining: kg ms-1 eða N s.
Skilgreining á skriðþunga p:
p := m v,
þar sem m er massi hlutar og v hraðavigur.
Annað lögmál Newtons skilgreinir kraft, sem verkar á hlut, sem fyrstu tímaafleiðu skriðþungans þ.e.
Varðveisla skriðþunga
Þegar enginn ytri kraftur verkar á kerfi þá verður engin tímabreyting á skriðþunga og hann er því varðveittur. Þetta nýtist í eldflaugum þannig að þær losa sig við hluta af farminum og minnka þar með massann, en vegna varðveislu skriðþungans eykst þá hraðinn að sama skapi.
Sjá einnig
Tilvísanir