Elizabeth Woolridge Grant (f. 21. júní 1985), betur þekkt undir nafninu Lana Del Rey, er bandarísk söngkona og lagahöfundur. Hún ólst upp í upphéruðum New York og flutti til New York-borgar árið 2005 til að sækjast eftir feril í tónlist. Árið 2011 hlaut lagið hennar „Video Games“ mikilla vinsælda og skrifaði hún undir hjá Polydor og Interscope stuttu eftir. Árið 2012 var platan Born to Die gefin út sem á má finna „Summertime Sadness“.