Kvísker

Kvísker er austasti bær í Öræfum og stendur undir Bæjarskeri, vestan við Breiðamerkursand. Á bænum bjuggu lengi sjö systkini en svokallaðir Kvískerjabræður eru kunnir fyrir fræðistörf og athuganir á ýmsum sviðum náttúrufræði. Kvískerjabók var gefin út árið 1998.

Veður

Þar hefur lengi verið veðurstöð en 10. janúar 2002 mældist þar mesta sólarhringsúrkoma á Íslandi, 293,3 mm.

Árið 2024 mældust 23,8 gráður þar í nóvember, methiti fyrir mánuðinn.