Kristján Eldjárn Þórarinsson (f. 31. maí 1843, d. 16. september 1917), sonur sr. Þórarins Kristjánssonar prófasts í Vatnsfirði og konu hans Ingibjargar Helgadóttur alþingismanns frá Vogi á Mýrum. Kristján ólst að nokkru upp hjá afa sínum sr. Kristjáni Þorsteinssyni sem prestur var bæði á Tjörn og Völlum í Svarfaðardal og raunar víðar. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum í Reykjavík 1869 og kandídat frá Prestaskólanum 1871. Meðal bekkjarbræðra hans í Reykjavík voru Kristján Jónsson fjallaskáld, Jón Ólafsson (ritstjóri) og sr. Valdimar Briem. Sér þess staði í kveðskap þeirra allra. Strax að námi loknu vígðist Kristján til Staðar í Grindavík og þjónaði þá einnig Selvogsþingum. Árið 1878 fékk hann Tjörn í Svarfaðardal og var þá kominn á æskuslóðir sínar og sat þar til dauðadags. Sr. Kristján var vinsæll prestur í söfnuði sínum og hrókur alls fagnaðar á mannamótum, sögumaður góður og heppinn læknir. Hann var síðasti prestur á Tjörn en staðurinn var lagður af sem prestssetur að honum gengnum.
Kona sr. Kristjáns var Petrína Soffía Hjörleifsdóttir (f. 29. mars 1850, d. 9. mars 1916). Sr. Hjörleifur Guttormsson faðir hennar hafði verið prestur á Skinnastað en á efri árum sínum flutti hann í Svarfaðardal og þjónaði Tjörn um árabil. Hann fór síðan í Velli en Petrína Soffía varð þá eftir á Tjörn og giftist nýja prestinum þar.
Börn Kristjáns og Petrínu Soffíu sem upp komust voru: