Króatíuher

Tveir króatískir hermenn á æfingu.

Króatíuher er her Króatíu. Herinn skiptist í landher Króatíu, sjóher Króatíu og flugher Króatíu. Forseti Króatíu er yfirmaður heraflans en stjórn hersins heyrir undir varnarmálaráðuneyti Króatíu.

Fjöldi hermanna í Króatíuher er um 14.000 manns auk 6.000 manna varaliðs. Herskylda var afnumin 2008.

Herinn þróaðist út frá Króatíska þjóðverðinum sem var stofnaður í upphafi Borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu 1991. Í september það ár, eftir Herskálaorrustuna, náði þjóðvörðurinn á sitt vald vopnageymslum Júgóslavneska alþýðuhersins. Í nóvember var hann gerður að Króatíuher en þá var þriggja mánaða töf á gildistöku sjálfstæðis Króatíu sem Króatíuþing samþykkti í júní liðin.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.