King's er skiptur í níu deildir á fimm háskólalóðum: fjórar eru í Mið-London og hin í Denmark Hill í Suður-London. Hann er einn stærstu rannsóknarháskóla í grunn- og framhaldsnámi í læknisfræði í Evrópu og starfar í sambandi við sex stöðvar þess Medical Research Council, fleiri en allir aðrir háskólar á Bretlandi. King's er líka stofnandi King's Health Partners rannsóknarseturs í læknisfræði. Um 18.600 nemendur eru skráðir í fullu námi í King's og um 8.030 manns starfar þar, tekjur háskólans árið 2008/09 voru 508 milljónir breskra punda, úr þeim voru 144 milljónir frá rannsóknarstyrkjum