Karlsskáli við Reyðarfjörð

Ættarmót Karlsskála 1944 no4

Karlsskáli var bóndabær við Reyðarfjörð, sem fór í eyði eftir bruna 1961. Karlsskáli í Reyðarfirði var fyrst nefndur í Manntali árið 1703, skv. Jarðatali Johnsens 1847 er hún í eigu Dvergasteinskirkju en varð bændaeign á síðara hluta 19. aldar þegar Eiríkur Björnsson (20. ágúst 1830 – des 1910) keypti hana, kona hans var Sigríði Pálsdóttur (f.1839 - d.1927). Þau höfðu 50 manns í heimili þegar mest var, stórt landbú, 112-156 sauði, ráku árabátaútgerð, jafnan með tvo báta skipaða eigin mönnum, hluti í bátum Færeyinga sem reru frá Karlsskála og gerði út bæði að heiman og frá Seley. Synir þeirra Guðni Eiríksson (f.1866 - d.1946) og Björn Eiríksson (f.1864 - d.1932) tóku við býlinu eftir að faðir þeirra settist í helgan stein. Önnur börn þeirra voru Helga (f.1860 - d.1925) kona Jóns Ólafssonar, Pálína (f.1862 - dánarár óþekkt), Steinunn E. Stephensen (f.1870 - d.1957) no.38, Guðný (f.1872 - d.1950), Hansína (f.1874 - d.1953) no.37 og Helgi (f.1878 - d.1940). Pálína og Guðný giftust báðar til Færeyja (Bergþóra no.36 er dóttir Guðnýjar), Guðný giftist Jóannesi Paturson (f.6.maí 1866, d.2.águst 1946), kóngsbóndi í Kirkjubæ í Færeyjum. Maki Pálínu var Hans Mohr, færeyskur skipstjóri.

Börn Eiríks og Sigríðar

Börn Eiríks og Sigríðar. Efsta röð: Björn Eiríksson og Guðni Eiríksson. Miðröð: Þorleifur Stefánsson (fóstursonur Eiríks á Karlsskála) og Helgi Eiríksson. Fremsta röð: Guðný gift Patursson, Hansína gift Ben. Þór og Steinunn gift séra Ólafi Stephensen, dætur Eiríks bónda í Karlsskála.

Í Örnefnalýsingu segir: „Bæjarhús voru öll úr timbri, þau er fram að hlaði vissu, og öll í samfelldri röð og sneru stöfnum austur og vestur. Fyrst var Smíðahús, lítil bygging og lágreist, en tvær hæðir. Þá kom baðstofa, tvær hæðir, og 4 gluggar á efri hæð og 3 á neðri, þeim megin er að hlaði vissi, en undir staka glugganum var aðalinngangur í bæinn; við tók svo útbær eða stofuhús. Á því miðju voru dyr og 2 gluggar sitt hvorumegin. Utan við það var skúrbygging með hallandi þaki út á við. Að húsabaki baðstofu voru áföst geymsluhús og búr, og fram með þeim göng í Gamlaeldhús. Hins vegar við göngin var Gamlabaðstofa, þá notuð fyrir geymslu. Gamlaeldhús var ekki í notkun, eftir að raflýst var, nema í viðlögum. Samhliða því að vestan var fjós, og var innangengt í það úr eldhúsinu. Bakdyr voru úr því að húsabaki, eins úr fjósi. Þar var og skolprenna út í for, sem var yfirbyggð með rekaviði. Austan við eldhúsið frá Gömlubaðstofu var smákofi, hænsnakofi, inn í jarðvegsbarð, sem þar hafði myndazt og hallaði upp frá húsunum. Þar var og súrheysgryfja. Austast í þyrpingunni var svo Kúahlaða, sem sneri stöfnum austur og vestur. En efsta húsið var útikamar, vel gerður með tveim setum hlið við hlið, eins og nokkurs konar selskapshús.“ „Eitt hús vantar í bæjarþyrpinguna, en það er haughúsið í vestur frá fjósi …“ Samkvæmt teikningu virðast húsin öll meira og minna samföst. Í Sveitum og jörðum segir í Búskaparannál:

Karlsskáli við Reyðarfjörð. Heimilisfólk fyrir utan

„Tvö gömul stór timburhús sneru hlið að sjó, 2 hæðir, innangengt á milli, húspláss þar fyrir um 40 manns. Þessi hús löskuðust í rosaveðri ’31.“


Karlsskáli Júlí 2014
Karlsskáli 20.júlí.2014

Karlsskáli 20.júlí.2014

Rafstöðin við Karlsskála

Rafstöðin við Karlsskála fyrir nokkrum árum.....

Rafstöðin Júlí 2014

Rafstöðin Júlí 2014. Bjarg hefur fallið á húsið og mölvað það.

Tenglar

http://www.simnet.is/ffau/myndir19_valahjalli.html Geymt 18 maí 2003 í Wayback Machine

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.