Karl Blöndal

Karl Blöndal (fæddur 6. nóvember 1961) er íslenskur blaðamaður og aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Karl hefur komið víða við á ferli sínum sem blaðamaður en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu árið 1982 sem fréttaritari morgunblaðsins í Vestur-Berlín og hefur unnið á Morgunblaðinu allan sinn feril að frátöldu einu ári þar sem hann starfaði á fréttastofu Rúv. Karl hefur starfað sem aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 2000.[1]

Tilvísanir

  1. „Karl Blöndal - yfirlit greina“. www.mbl.is. Sótt 24. október 2024.