Jón Atli Jónasson (f. 15. desember 1972) er íslenskt leikskáld og handritshöfundur. Jón Atli er einn af stofnendum Mindgroup sem eru evrópsk regnhlífasamtök leikhúsfólks sem vinna að tilraunakenndri leiklist.[1] Jón Atli var fyrsta leikritaskáldið til þess að fá styrk úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur.[2]
Verk
Leikrit
- (2003) Rambó 7[3]
- (2004) Krádplíser[4]
- (2004) Brim[5]
- (2006) Mindcamp[6]
- (2006) 100 ára hús fyrir Frú Emilíu[7]
- (2008) Draugalest (Útvarpsleikrit)[8]
- (2008) Democrazy[9]
- (2009) Djúpið (einleikur)[10]
- (2009) Útlendingar[11]
- (2009) Þú ert hér[12]
- (2010) Góðir Íslendingar[13][14]
- (2010) Mojito[15][16]
- (2011) Zombíljóðin[17]
- (2014) Zombie 2:Ex Gratia[18]
- (2022) Án titils[19]
|
Bækur
- (2001) Brotinn taktur (Smásagnasafn)
- (2005) Í frostinu (Skáldsaga)[20]
- (2013) Börnin í Dimmuvík (Skáldsaga)[21]
Kvikmyndir
|
Tilvísanir
Tenglar