Jóhann Sigurjónsson

Jóhann Sigurjónsson (19. júní 188031. ágúst 1919) var íslenskt leikskáld, skáld og rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir kvæði sín og leikritin Dr. Rung eða Rung læknir, Bóndinn á Hrauni, Fjalla-Eyvind (1911), sem Victor Sjöström gerði kvikmynd eftir 1918, Galdra-Loft (1915) og Mörður Valgarðsson eða Lyga-Mörður. Meðal þekktustu kvæða Jóhanns eru Sofðu unga ástin mín, Bikarinn og Sorg, sem talið er fyrsta óbundna ljóðið á íslensku.

Hann bjó lengst af í Danmörku og skrifaði jöfnum höndum á íslensku og dönsku.

Jóhann var kvæntur danskri konu Ingiborg Sigurjónsson og hefur hún ritað minningar um líf þeirra Mindernes Besøg sem kom út árið 1932 en kom svo út í íslenskri þýðingu hjá Helgafelli árið 1943 undir titlinum Heimsókn minninganna. Þýðandi var Anna Guðmundsdóttir [1]

Síðasta árið sem hann lifði átti hann við mikinn heilsubrest að stríða og í ágústlok 1919 lést hann aðeins þrjátíu og níu ára gamall. Dánarorsök hans mun hafa verið meinsemd við hjarta sem stafaði af gamalli sárasóttarsýkingu.

Tenglar

Wikisource
Wikisource
Á Wikiheimild er að finna verk eftir eða um:

Tilvísanir

  1. Ingiborg Sigurjónsson, Ég var manni gefin, Minningar um Jóhann Sigurjónsson frá árunum 1912-19,Helgafell - 5-10. hefti (01.09.1944)