Jóhann var kvæntur danskri konu Ingiborg Sigurjónsson og hefur hún ritað minningar um líf þeirra Mindernes Besøg sem kom út árið 1932 en kom svo út í íslenskri þýðingu hjá Helgafelli árið 1943 undir titlinum Heimsókn minninganna. Þýðandi var Anna Guðmundsdóttir [1]
Síðasta árið sem hann lifði átti hann við mikinn heilsubrest að stríða og í ágústlok 1919 lést hann aðeins þrjátíu og níu ára gamall. Dánarorsök hans mun hafa verið meinsemd við hjarta sem stafaði af gamalli sárasóttarsýkingu.