John Davison Rockefeller (8. júlí 1839 – 23. maí 1937) var bandarískur iðnrekandi og auðkýfingur. Hann stofnaði olíufyrirtækið Standard Oil (S.O.), sem á sínum tíma var stærsta olíufyrirtæki heims. Rockefeller gjörbylti bæði olíuiðnaðinum og fjárveitingum til góðgerðarmála. Ef tekið er tillit til gengisbreytinga og kaupmáttarsveiflu er hann oft talinn ríkasti maður sögunnar.[1][2][3][4]
Rockefeller settist í helgan stein árið 1897 og varði elliárunum í kerfisbundnar fjárveitingar til góðgerðarmála. Hann kom á fót menntastofnunum eins og Chicago-háskóla og Rockefeller-háskóla og ýmsum rannsóknarstofnunum, sem höfðu mikil áhrif á þróun læknisfræði og vísinda.
Rockefeller var alla tíð bindindismaður. Hann átti fjórar dætur og einn son.
Tilvísanir
Heimildir og ítarefni
- Chernow, Ron. Titan: The Life of John D. Rockefeller, Sr. (Warner Books, 1998).
- Collier, Peter, and David Horowitz. The Rockefellers: An American Dynasty (Holt, Rinehart and Winston, 1976).
- Goulder, Grace. John D. Rockefeller: The Cleveland Years (Western Reserve Historical Society, 1972).
Tenglar