Johannes Hevelius

Jóhannes Hevelíus

Johannes Hevelius, pol. Jan Heweliusz (28. janúar 161128. janúar 1687) var borgarfulltrúi og borgarstjóri í Gdańsk, sem var á þeim tíma í Pólsk-litháíska samveldinu. Hann var líka stjarnfræðingur og er talinn sá fyrsti til að kortleggja tunglið. Auk þess kynnti hann tíu ný stjörnumerki til sögunnar, en sjö þeirra eru enn viðurkennd í dag. Í Póllandi er hann þekktur undir pólska nafni sínu Jan Heweliusz en hitt nafnið er latnesk útgáfa þess.

Árið 1651 varð hann borgarfulltrúi og hafði alltaf haft áhuga á borgarstjórnarmálum. Samt hafði hann rækt áhuga á stjörnufræði frá 1639, en hann byggði stjörnuathugunarstöð á þökum þriggja samtengdra heimila sinna árið 1641. Á stöðinni var stór sjónauki sem hafði 46 metra brennivídd með röri úr viði og vír sem hann smíðaði sjálfur. Stjörnuathugunarstöðin hét Sternenburg (latína: Stellaeburgum; pólska: Gwiezdny Zamek) eða „Stjörnuvirki“.

Hann giftist tvisvar og eignaðist fjögur börn. Árið 1679 kom upp eldur í stjörnuathugunarstöðinni og hún eyðilagðist ásamt verkfærunum hans og bókum. Heilsufar hans versnaði eftir eldsvoðann en hann lést árið 1687 á afmælinu sínu. Afkomendur hans eru enn á lífi í dag en þeir búa í þorpinu Urzędów í Suðaustur-Póllandi.

  Þetta æviágrip sem tengist stjörnufræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.