Jan Hus

Jan Hus

Jan Hus eða Jóhann Húss (um 1369 – 6. júlí 1415[1]) var tékkneskur guðfræðingur, kaþólskur prestur, heimspekingur og skólastjóri[2] Karlsháskólans í Prag. Hann var upphafsmaður Hússítisma, trúarstefnu sem varð eins konar forboði siðaskiptanna.

Ásamt John Wycliffe er Hus talinn fyrsti siðbótarsinninn, þar sem hann lifði fyrir daga Marteins Lúters, Jóhanns Kalvín og Huldrychs Zwingli. Kenningar Hus höfðu mjög sterk áhrif í vestanverðri Evrópu, sérstaklega með stuðningi konungsríkisins Bæheims, og meira en öld síðar á Martein Lúter sjálfan.[3] Hus var brenndur á báli fyrir guðlast gegn kenningum kaþólsku kirkjunnar.

Eftir að Hus var tekinn af lífi árið 1415 gerðu stuðningsmenn hans, Hússítar, uppreisn gegn kaþólskum valdsmönnum og tókst að sigra fimm innrásir páfans í röð frá 1420 til 1431 í Hússítastríðunum.[4] Flestir íbúar Bæheims og Mæris voru áfram Hússítar fram á þriðja áratug sautjándu aldar, en þá leiddi ósigur mótmælenda í orrustunni við Hvítafjall í þrjátíu ára stríðinu til þess að Lönd bæheimsku krúnunnar lentu á ný undir yfirráðum Habsborgara, sem neyddu íbúana til þess að gangast undir kaþólska trú á ný.[5]

Tengill

  • „Hver var Jan Hus og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

  1. Fudge, Thomas (1998). „Infoelix Hus: The Rehabilitation of a Medieval Heretic“. Fides et Historia. 1 (30): 57–73. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. febrúar 2017. Sótt 9. maí 2016.
  2. https://www.britannica.com/biography/Jan-Hus Encyclopedia Britannica - Jan Hus
  3. Heiko Augustinus Oberman; Eileen Walliser-Schwarzbart (2006). Luther: Man Between God and the Devil. Yale University Press. bls. 54–55.
  4. "Sigismund of Luxembourg". Radio Prague
  5. Vratislav Preclík. Masaryk a legie (TGM and legions,Masaryk et legions, "Masaryk et Hus"), váz. kniha, 219 p., first issue vydalo nakladatelství libri Paris Karviná, Žižkova 2379 (734 01 Karviná-Mizerov, Czechia) ve spolupráci s Masarykovým demokratickým hnutím (In cooperation with Masaryk Democratic Movement, Praga) , 2019, ISBN 978-80-87173-47-3, pp.17 – 25, 33 – 45, 70 – 76