James Samuel Coleman

James Samuel Coleman (12. maí 1926 – 25. mars 1995) var bandarískur félagsfræðingur. Hann starfaði aðallega við Háskólann í Chicago. Coleman lagði stund á nám í félagsfræði menntunar og stjórnsýslu og var einn fyrsti til að nota hugtakið félagsauður. Bækur hans "The Adolescent Society" (1961) og "Coleman Report" (Equality of Educational Opportunity, 1966) eru þekkt rit í félagsfræði menntunar.