Jacob Zuma

Jacob Zuma
Jacob Zuma árið 2017.
Forseti Suður-Afríku
Í embætti
9. maí 2009 – 14. febrúar 2018
VaraforsetiKgalema Motlanthe (2009–2014)
Cyril Ramaphosa (2014–2018)
ForveriKgalema Motlanthe
EftirmaðurCyril Ramaphosa
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. apríl 1942 (1942-04-12) (82 ára)
Nkandla, Suður-Afríku
ÞjóðerniSuður-afrískur
StjórnmálaflokkurAfríska þjóðarráðið (1959–2024)
uMkhonto weSizwe (2024–)
MakiGertrude Sizakele Khumalo (g. 1973) Kate Mantsho (g. 1976; d. 2000)
Nkosazana Dlamini (g. 1982; skilin 1998)
Nompumelelo Ntuli (g. 2008)
Thobeka Mabhija (g. 2010)
Gloria Bongekile Ngema (g. 2012)
Börn20

Jacob Gedleyihlekisa Zuma (f. 12. apríl 1942) er suður-afrískur stjórnmálamaður sem var fjórði forseti Suður-Afríku. Hann sat í embætti frá árinu 2009 þar til hann sagði af sér þann 14. febrúar 2018.[1][2] Zuma er stundum kallaður JZ eftir upphafsstöfum sínum, eða Msholozi sem er viðurnefni hans innan Súlúþjóðarinnar.[3][4][5]

Stjórnmálaferill

Zuma var varaforseti Suður-Afríku frá 1999 til 2005[6][7] í forsetatíð Thabo Mbeki en var rekinn úr embætti eftir að fjármálaráðgjafi Zuma, Schabir Shaik, var sakfelldur fyrir að sækjast eftir mútufé fyrir Zuma. Zuma tókst engu að síður að velta Mbeki úr sessi sem forseti Afríska þjóðarráðsins (ANC) í formannskjöri þann 18. desember 2007. Þann 20. september 2008 lýsti Mbeki því yfir að hann myndi segja af sér að áeggjan miðstjórnar þjóðarráðsins.[8] Þjóðarráðið neyddi Mbeki til að segja af sér eftir að hæstaréttardómarinn Christopher Nicholson gaf út úrskurð um að Mbeki hefði skipt sér með ólögmætum hætti af starfsemi suður-afríska rannsóknardómstólsins, þar á meðal varðandi spillingarmál Zuma.

Zuma leiddi Þjóðarráðið til sigurs í þingkosningum árið 2009 og var kjörinn forseti Suður-Afríku. Hann var endurkjörinn í formannsembætti flokksins á 53. flokksþingi hans þann 18. desember 2012.[9] Hann sat áfram sem forseti Suður-Afríku eftir þingkosningar ársins 2014 en flokkur hans tapaði þó nokkru fylgi, ekki síst vegna óánægju þjóðarinnar með frammistöðu Zuma sem forseta.

Zuma komst mörgum sinnum í kast við lögin á stjórnmálaferli sínum. Hann var ákærður fyrir nauðgun árið 2005 en sýknaður. Í mörg ár þurfti hann að verjast ásökunum um spillingu fyrir rétti eftir að fjármálaráðgjafi hans, Schabir Shaik, var sakfelldur fyrir spillingu og fjársvik. Þann 6. apríl 2009 felldu suður-afrísk dómsvöld niður kærur gegn Zuma með þeim rökum að stjórnmálamenn hefðu haft afskipti af kærunni. Stjórnarandstaðan áfrýjaði þessari ákvörðun og árið 2018 voru kærurnar aftur komnar upp á borðið.

Zuma notaði ríkisfé til þess að fjármagna kostnaðarsama endurnýjun og uppbyggingu á sveitasetri sínu í Nkandla og í rannsókn á málinu var komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði dregið sér fé og hagnast á ólögmætan máta í aðgerðunum. Framkvæmdirnar kostuðu andvirði um 1,8 milljarða íslenskra króna. Meðal aðgerðanna sem ríkissjóðurinn greiddi fyrir var bygging sundlaugar og útileikhúss á setri Zuma.[10] Stjórnlagadómstóll staðfesti árið 2014 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskrá landsins.[11] Í kjölfarið var kallað eftir afsögn hans og árangurslaus tilraun gerð til þess að lýsa yfir vantrausti gegn honum á suður-afríska þinginu. Talið er að Zuma hafi á forsetatíð sinni kostað suður-afríska efnahaginn andvirði um það bil 9000 milljarða íslenskra króna.[12] Zuma hefur einnig verið sakaður um óeðlileg fjárhagstengsl við hina ríku og voldugu Gupta-fjölskyldu. Zuma tókst að tolla í embætti þrátt fyrir fjölmargar vantrauststillögur, bæði á suður-afríska þinginu og innan Afríska þjóðarráðsins.

Þann 18. desember árið 2017 var Cyril Ramaphosa kjörinn til að taka við af Zuma sem formaður þjóðarráðsins á 54. flokksþingi þess.[13] Á næstu mánuðum var í síauknum mæli ýtt á eftir afsögn Zuma sem forseta Suður-Afríku. Loks lagði þjóðarráðið fram formlega kröfu um afsögn hans. Er þingið undirbjó enn eina vantrauststillöguna lýsti Zuma yfir að hann myndi segja af sér þann 14. febrúar 2018.[14] Ramaphosa tók við embætti hans næsta dag.

Zuma var dæmdur í fimmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júní 2021 fyrir að sýna spillingarnefnd í Jóhannesarborg vanvirðingu.[15] Dómurinn var gerður skilorðsbundinn í september 2021 en í desember ógilti dómstóll þá niðurstöðu og skipaði Zuma að snúa aftur í fangelsi til að afplána fangavistina.[16]

Í þingkosningum Suður-Afríku árið 2024 hugðist Zuma bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk, uMkhonto weSizwe, sem hafði verið stofnaður til höfuðs Afríska þjóðarráðinu. Stjórnlagadómstóll dæmdi hins vegar að Zuma mætti ekki bjóða sig fram.[17] uMkhonto weSizwe-flokkurinn hlaut engu að síður 12,6% atkvæða í þingkosningunum, sem stuðlaði að því að Afríska þjóðarráðið tapaði hreinum þingmeirihluta sínum í fyrsta skipti frá lokum aðskilnaðarstefnunnar.[18]

Tilvísanir

  1. „Zuma kjör­inn for­seti S-Afr­íku“. mbl.is. Sótt 23. júlí 2018.
  2. Þórgnýr Einar Albertsson. „Zuma sagði af sér í skugga vantrausts“. Vísir. Sótt 23. júlí 2018.
  3. Mbuyazi, Nondumiso (13. september 2008). „JZ receives 'death threat'. The Star. bls. 4. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. maí 2009. Sótt 23. júlí 2018 2008.
  4. Gordin, Jeremy (31. ágúst 2008). „So what are Msholozi's options?“. Sunday Tribune. Sótt 23. júlí 2018.
  5. Lander, Alice (19. desember 2007). „Durban basks in Zuma's ANC victory“. BBC News. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. desember 2007. Sótt 23. júlí 2018.
  6. „Jacob Gedleyihlekisa Zuma“. The Presidency. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2009. Sótt 23. júlí 2018.
  7. SA News/Staff Reporter (22. maí 2014). „Jacob Zuma elected president“. iafrica.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2014. Sótt 23. júlí 2018.
  8. „SA's Mbeki says he will step down“. London, UK: BBC News. 20. september 2008. Sótt 23. júlí 2018.
  9. Conway-Smith, Erin (18. desember 2012). „Jacob Zuma re-elected as head of ANC“. The Telegraph. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. janúar 2014. Sótt 27. nóvember 2013.
  10. Ævar Örn Jósepsson (2. apríl 2016). „Zuma biður suður-afrísku þjóðina afsökunar“. RÚV. Sótt 23. júlí 2018.
  11. Kristján Róbert Kristjánsson (31. mars 2016). „Zuma sekur um stjórnarskrárbrot“. RÚV. Sótt 23. júlí 2018.
  12. „Budget 2018 is Zuma's Costly Legacy“. Mail & Guardian. Sótt 23. júlí 2018.
  13. Herman, Paul (18. desember 2017). „Ramaphosa wins ANC presidency – AS IT HAPPENED“. News24 (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 18. desember 2017.
  14. „Time's up: Jacob Zuma has resigned“. Mail & Guardian. 14. febrúar 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. febrúar 2018.
  15. Ásgeir Tómasson (29. júní 2021). „Jacob Zuma í 15 mánaða fangelsi“. RÚV. Sótt 29. júní 2021.
  16. „Zuma sendur aftur í fangelsi“. mbl.is. 15. desember 2021. Sótt 23. júní 2024.
  17. Hallgrímur Indriðason (20. maí 2024). „Zuma má ekki bjóða sig fram til þings“. RÚV. Sótt 23. júní 2024.
  18. Hallgrímur Indriðason (1. júní 2024). „Versta útkoma Afríska þjóðarráðsins í 30 ár“. RÚV. Sótt 2. júní 2024.


Fyrirrennari:
Kgalema Motlanthe
Forseti Suður-Afríku
(9. maí 200914. febrúar 2018)
Eftirmaður:
Cyril Ramaphosa


Read other articles:

Eva JinekJinek, 2018Lahir13 Juli 1978 (umur 45)Tulsa, Oklahoma, A.S.KebangsaanBelanda-Amerika SerikatAlmamaterUniversitas Leiden (Master of Arts)PekerjaanJurnalis Presenter televisi Presenter radioTahun aktif2004-presentTempat kerjaNOS WNL KRO-NCRVOrganisasiRTLTelevisiRTL 4PasanganBram Moszkowicz (2010-2012) Freek Vonk (2013-2015)Dexter van der Voorn(2015- )AnakPaxPenghargaanZilveren Televizier-Ster PresentatriceSitus webhttps://www.evajinek.nl/ Eva Jinek (lahir 13 Juli 1978) adala...

 

Historic bridge in Austin, Texas West Sixth Street BridgeSouthwest view in the Historic American Engineering RecordCoordinates30°16′N 97°45′W / 30.27°N 97.75°W / 30.27; -97.75CarriesWest Sixth StreetCrossesShoal CreekLocaleAustin, TexasUnited StatesOwnerCity of AustinID number142270B00018085CharacteristicsDesignArch bridgeMaterialLimestoneTotal length90 feet (27 m)Width80 feet (24 m)Longest span24 feet (7.3 m)No. of spans3Piers in water2No. of la...

 

George Antonius George Habib Antonius, CBE (kehormatan) (Arab: جورج حبيب أنطونيوسcode: ar is deprecated ; 19 Oktober 1891 – 21 Mei 1942) adalah seorang pengarang dan diplomat Libanon-Mesir, yang bermukim di Yerusalem, salah satu sejarawan pertama dari nasionalisme Arab. Lahir di Deir al Qamar dalam sebuah keluarga Gereja Ortodoks Timur Libanon, ia menjabat sebagai pegawai negeri di Palestina Mandat Britania. Buku tahun 1938 buatannya The Arab Awakening menyorot...

Putri BeatricePutri Beatrice pada tahun 2018Kelahiran8 Agustus 1988 (umur 35)London, InggrisWangsaWindsorNama lengkapBeatrice Elizabeth Mary Mapelli MoziAyahPangeran Andrew, Adipati YorkIbuSarah FergusonPasanganEdoardo Mapelli Mozzi ​ ​(m. 2020)​AnakSienna Elizabeth Mapelli MozziAgamaGereja Inggris Keluarga Kerajaan Britania Rayadan Wilayah Persemakmuran lainnya Baginda Sang RajaBaginda Sang Permaisuri Paduka Sang Pangeran WalesPaduka Sang Putri Wales P...

 

追晉陸軍二級上將趙家驤將軍个人资料出生1910年 大清河南省衛輝府汲縣逝世1958年8月23日(1958歲—08—23)(47—48歲) † 中華民國福建省金門縣国籍 中華民國政党 中國國民黨获奖 青天白日勳章(追贈)军事背景效忠 中華民國服役 國民革命軍 中華民國陸軍服役时间1924年-1958年军衔 二級上將 (追晉)部队四十七師指挥東北剿匪總司令部參謀長陸軍�...

 

This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Operation Martyr's Right – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (February 2019) (Learn how and when to remove this message) Operation Martyr's RightPart of the Sinai insurgencyMap of the Sinai Peninsula.Date7 September 2015 – present(8 years, 7...

You can help expand this article with text translated from the corresponding article in Japanese. (April 2020) Click [show] for important translation instructions. Machine translation, like DeepL or Google Translate, is a useful starting point for translations, but translators must revise errors as necessary and confirm that the translation is accurate, rather than simply copy-pasting machine-translated text into the English Wikipedia. Consider adding a topic to this template: there are ...

 

هنودمعلومات عامةنسبة التسمية الهند التعداد الكليالتعداد قرابة 1.21 مليار[1][2]تعداد الهند عام 2011ق. 1.32 مليار[3]تقديرات عام 2017ق. 30.8 مليون[4]مناطق الوجود المميزةبلد الأصل الهند البلد الهند  الهند نيبال 4,000,000[5] الولايات المتحدة 3,982,398[6] الإمار...

 

Village,Town in Kerala, India This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Vythiri – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (March 2016) (Learn how and when to remove this message) Village in Kerala, IndiaVythiri VillageVillageVeterinary UniversityVythiri VillageLocation in Kerala, IndiaShow map of K...

Ancient Roman novel by Apuleius The Golden Ass Title page from John Price's Latin edition of Apuleius' novel Metamorphoses, or the Golden Ass (Gouda, Netherlands, 1650)AuthorApuleiusOriginal titleMetamorphosesTranslatorWilliam AdlingtonThomas Taylor George HeadFrancis D. ByrneH. E. ButlerRobert GravesJack LindsayJohn Arthur HansonP. G. WalshEdward John KenneyJoel C. RelihanSarah RudenLanguageLatinGenrePicaresque novelPublication dateLate 2nd century ADPublication placeNumidia, present Al...

 

Emir of Kuwait from 2006 to 2020 In this Arabic name, the surname is Al-Sabah. This article's lead section may be too short to adequately summarize the key points. Please consider expanding the lead to provide an accessible overview of all important aspects of the article. (September 2023) Sabah Al-Ahmad Al-Jaber Al-SabahEmir of KuwaitReign24 January 2006 –29 September 2020PredecessorSaad Al-SalimSuccessorNawaf Al-Ahmad Al-Jaber5th Prime Minister of the State of KuwaitIn office13 July 2003 ...

 

دونا   الإحداثيات 26°10′13″N 98°02′57″W / 26.170277777778°N 98.049166666667°W / 26.170277777778; -98.049166666667   [1] تقسيم إداري  البلد الولايات المتحدة[2][3]  التقسيم الأعلى مقاطعة هيدالغو  خصائص جغرافية  المساحة 21.504287 كيلومتر مربع21.500393 كيلومتر مربع (1 أبريل 2010)  ارت�...

Chinese biopharmaceutical company This article is about the pharmaceutical company. For the COVID-19 vaccine that it developed, see CoronaVac. Sinovac redirects here. Not to be confused with Sinopharm (company). 40°01′52″N 116°18′01″E / 40.031°N 116.3003°E / 40.031; 116.3003 Sinovac Biotech Ltd.Company typePublicTraded asNasdaq: SVAFounded1999; 25 years ago (1999)FounderYin Weidong[1]Headquarters39 Shang Di West Road, Haidian ...

 

中華人民共和国 チベット自治区 ナクチュ市 ツォナ湖とヤクツォナ湖とヤク チベット自治区の中のナクチュ市チベット自治区の中のナクチュ市 中心座標 北緯31度30分 東経92度00分 / 北緯31.500度 東経92.000度 / 31.500; 92.000 簡体字 那曲 繁体字 那曲 拼音 Nàqū カタカナ転写 ナーチュー チベット語 ནག་ཆུ་ས་ཁུལ་ ワイリー方式 nag chu 蔵文拼音 Nagq...

 

Village in Minya Governorate, Egypt This article is about Hermopolis Magna. For other cities called Hermopolis, see Hermopolis (disambiguation). For the Hermopolite nome, see Hare nome. HermopolisϢⲙⲟⲩⲛBasilica of HermopolisShown within EgyptAlternative nameالأشمونينLocationEl Ashmunein, Minya Governorate, EgyptRegionUpper EgyptCoordinates27°46′53″N 30°48′14″E / 27.78139°N 30.80389°E / 27.78139; 30.80389TypeSettlementSite notesConditio...

Historical Japanese state This article may require cleanup to meet Wikipedia's quality standards. The specific problem is: confusions and errors by machine translation. Please help improve this article if you can. (July 2022) (Learn how and when to remove this message) Yamato State (marked in green). The Yamato Kingship (ヤマト王権, Yamato Ōken) was a tribal alliance centered on the Yamato region (Nara Prefecture) from the 4th century to the 7th century, and ruled over the alliance of n...

 

Ԍ

Đừng nhầm lẫn với chữ cái Latinh G. Chữ Kirin Komi SjeHệ chữ KirinMẫu tự SlavАБВГҐДЂЃЕЀЁЄЖЗЗ́ЅИЍІЇЙЈКЛЉМНЊОПРСС́ТЋЌУЎҮФХЦЧЏШЩЪЫЬЭЮЯMẫu tự ngôn ngữ phi SlavӐА̄А̊А̃ӒӒ̄ӘӘ́Ә̃ӚӔҒГ̧Г̑Г̄ҔӺӶԀԂꚂꚀꚈԪԬӖЕ̄Е̃Ё̄Є̈ӁҖꚄӜԄҘӞԐԐ̈ӠԆӢИ̃ҊӤҚӃҠҞҜԞԚӅԮԒԠԈԔӍӉҢԨӇҤԢԊО̆О̃О̄ӦӨӨ̄ӪҨԤҦР̌ҎԖҪԌꚐҬꚊꚌԎУ̃ӮӰӰ́ӲҮҮ́ҰХ̑ҲӼӾҺҺ̈Ԧ...

 

Pour les articles homonymes, voir Villeneuve, Avignon (homonymie) et île de la Motte. Villeneuve-lès-Avignon Le fort Saint-André sur le mont Andaon. Blason Administration Pays France Région Occitanie Département Gard Arrondissement Nîmes Intercommunalité Grand Avignon Maire Mandat Pascale Bories 2020-2026 Code postal 30400 Code commune 30351 Démographie Populationmunicipale 12 617 hab. (2021 ) Densité 691 hab./km2 Géographie Coordonnées 43° 58′ 02″...

This list catalogs the most honored US Naval vessels of the Second World War. It is placed in descending order of earned Battle Stars; descending accorded unit recognitions; descending ship size by type; and ascending hull number. It contains only vessels that earned fifteen or more Battle Stars for World War II service. Honors awarded that are not listed may include: Honors awarded by countries other than the United States (e.g., Philippine Presidential Unit Citation, British Admiralty Penn...

 

Architecture and design-related texts of India For the 2004 film, see Vaastu Shastra (film). Angkor Wat, a Hindu-Buddhist temple and World Heritage Site, is the largest religious monument in the world. This Cambodian temple deploys the same circles and squares grid architecture as described in Indian Vāstu Śastras.[1] Originating in ancient India, Vastu Shastra (Sanskrit: वास्तु शास्त्र, vāstu śāstra – literally science of architecture[2]) is a...