Árósaháskóli eða Háskólinn í Árósum (d. Aarhus Universitet) er annar stærsti háskóli Danmerkur og einn af þeim fremstu í Evrópu[1]. Hann var stofnaður árið 1928[2]. Þó helsta háskólaþorpið sé staðsett í Árósum er hann dreifður um alla Danmörku.
Háskólasvæðið í Árósum er þekkt fyrir afar fallegan byggingarstíl.[3]