Háskólinn í York er háskóli í borginni York á Englandi. Hann var stofnaður árið 1963 en samanstendur af yfir þrjátíu deildum og rannsóknamiðstöðvum. Háskólinn í York hefur verið dæmdur 7. besti háskólinn í heimi yngri en 50 ára (og besti yngri en 50 ára á Bretlandi).[1] Ásamt London School of Economics er hann eini breski háskólinn sem hefur einhvern tíma ýtt Oxford-háskóla í annað sæti í listanum yfir bestu bresku háskólana en í fyrsta sæti er Cambridge-háskóli.[2] Háskólinn í York hefur sérstaklega strangar inntökukröfur fyrir grunnnám og hefur honum verið lýst sem „alvöru stofnun á heimsmælikvarða“.[3]
Námsmennirnir eru fjölbreyttir (yfir 41.000 nemendur sóttu um árið 2010/11) en koma margir þeirra úr útlöndum til að læra þar.[4] Við háskólann er stærra hlutfall nemenda úr ríkisskólum miðað við aðra háttsetta háskóla samkvæmt niðurröðun The Times.[5]
Háskólinn í York er staðsettur í suðausturhluta borgarinnar en háskólalóðin er um það bil 0,81 ferkílómetrar að flatarmáli. Á lóðinni er mikill trjágróður og dýralíf, ásamt nokkrum tjörnum. Háskólinn á líka nokkrar byggingar í miðborginni. Nemendur tilheyra einum af átta undirskólum (e. colleges), eins og hefðbundið er við háskólana í Oxford, Cambridge og Durham.[6] Árið 2007 fékk háskólinn leyfi til að stækka lóðina sína, en þar eru þrír undirskólar og þrjár deildir. Verið er að byggja níunda undirskóla.