Hvíta Níl

Hvíta Níl er fljót í Afríku og önnur aðalþverá Nílar (hin er Bláa Níl).

Áin á upptök sín í Viktoríuvatni og heitir þar Viktoríu-Níl. Hún rennur í vestur í gegnum Úganda, Kyogavatn og Albertsvatn þar sem nafn hennar breytist í Alberts-Níl. Þaðan rennur hún norður til Nimule þar sem hún rennur inn í Súdan. Þar er hún kölluð Fjalla-Níl þar sem hún rennur yfir flúðir og inn á sléttuna, í gegnum fenin í Sudd og um No-vatn þar til hún mætir Bláu Níl við Kartúm og myndar Níl. Leiðin frá Viktoríuvatni að Kartúm er um 3.700 km löng.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.