Hrefna Ingimarsdóttir (f. 30. ágúst 1931 í Hnífsdal – dáin í Kópavogi 26. september 2005) var íslenskur körfuknattleiksþjálfari. Hún var fyrsti þjálfari meistaraflokks kvenna í körfuknattleik hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur[1] og gerði félagið þrívegis í röð að Íslandsmeisturum, árin 1956 til 1958.[2][3]
Hrefna lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar og síðan frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni[4] þar sem hún lærði körfuknattleik hjá Sigríði Valgeirsdóttur.[3]
Hrefna var gift Inga Þór Stefánssyni, fyrrum körfuknattleiksmanni og formanni körfuknattleiksdeildar ÍR sem lést árið 1966, 35 ára að aldri.[2]
Titlar
Heimildir