Hollensku Austur-Indíur liðu undir lok í Síðari heimsstyrjöld þegar Japan lagði landsvæðið undir sig. Með hernámi Japana var hollensku nýlendustjórninni velt úr sessi. Þegar Japanir gáfust upp 1945 lýstu leiðtogar þjóðernissinna yfir sjálfstæði Indónesíu og þegar Hollendingar sneru aftur og lögðu stærstan hluta landsins aftur undir sig með hervaldi hófst skæruhernaður gegn þeim. Að lokum neyddust Hollendingar til að viðurkenna sjálfstæði Indónesíu og leggja nýlenduna formlega niður árið 1949.